Fréttabréf

Fréttabréfakerfi

-Þjónusta-

Markaðssetning á netinu er ómissandi hluti allra nútímafyrirtækja. Að halda utan um rafræn fréttabréf og póstlista getur reynst erfitt og flókið ef ekki er notað kerfi utan um það. Við hjá AP Media bjóðum upp á utanumhald með póstlistum fyrirtækja, útsendingu rafrænna fréttabréfa og hönnun þeirra. Við notum til þess eitt stærsta og fullkomnasta fréttabréfakerfi eða fjöldapóstforrit í heimi.

Einn helsti kostur þess kerfis er að það má tengja við heimasíðu fyrirtækja þar sem notendur geta skráð sig með einföldum hætti. Kerfið má að auki tengja við Facebook og hvaða vefumsjónarkerfi sem er. Við bjóðum upp á uppsetningu og kennslu á kerfið, en það er mjög einfalt í notkun. Hægt er að sjá nákvæmlega hverjir og hversu margir opnuðu bréfið, hverjir smelltu á hlekkina í póstinum og keyra út skýrslur.

Það besta við kerfið er verðið sem er mjög viðráðanlegt og frítt fyrir póstlista undir 2000 áskrifendum.

Til þess að fá að vita nánar um kerfið, kostnað við uppsetningu og tengingu við þína vefsíðu hafðu endilega samband.